Stjórnar-fjarfundur HEILAHEILLA var haldinn, mánudaginn 18. maí 2020 kl.17:00 í fjarfundarbúnaði frá Messenger, er skilaði vel hljóð og mynd. Mættir Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri og Bryndís Bragadóttir, varamaður en sambandið rofnaði við Kolbrúnu Stefánsdóttur, varamann, en náðist ekki aftur fyrr en við lok fundar.
Dagskrá:
1. Formaður gefur skýrslu.
2. Fjármál félagsins
3. Staða félagsins í Covid-19
4. Framtíðin
5. Önnur mál
- Skýrsla formanns
Formaður gaf skýrslu um starfið og greindi frá samstöðu með fagaðilum sl. mánuði og vænti frekara samstarfi við þá. - Fjármál félagsins
Páll Árdal, gjaldkeri, gaf yfirlit yfir fjármál. Félagið á 180 þúsund krónur handbærar, en von væri á fjármagni um miðjan júnímánuð. - Staða félagsins í Covid-19.
Rætt var um að félagsstarfið yrði með allt öðrum hætti en verið hefur. Félagsstarfið byggðist upp á fjarfundi o.fl. Allir á þeirri skoðun að ekki væri rėtt að stefna fólki saman í náinni framtíð. Rætt um að fínpússa fjarfundarkerfið o.fl. - Framtíð félagsins.
- Þá greindi formaður frá bréfi HEILAHEILLA til Lilju Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóra ÖBÍ, undirritað af Þórunni Hönnu Halldórsdóttur, yfirtalmeinfræðingi Reykjalundar, Baldri Benedikt Ermenreki Kristjánssyni, ritara og Þóri Steingrímssyni, formanni, þar sem farið var fram á aðstoð bandalagsins að Heilaheill tæki að sér formennsku í Nordisk Afasiråd (Norræna málstolsráðið). Þetta er stjórn norrænu málstolssamtakanna, u.þ.b. tveir fulltrúar frá hverju landi. Formennskan gengur milli landa og komið er að Íslandi.
- Samþykkt var að Pétur Bjarnason, yrði aftur ritstjóri að SLAGORÐINU og gert yrði ráð fyrir því að það kæmi ekki seinna út en um miðjan október 2020, í tengslum við alþjóðlega Slagdaginn (World Stroke Day) 29. október.
- Þá greindi formaður frá því að Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugalæknir hvetti til gerðar kvikmyndar um slagið, í samvinnu við Pál Kristinn Pálsson, kvikmyndagerðarmann og þar yrði lögð áhersla á að upplýsa almenning um þær miklu framfarir sem orðið hafa á allra síðustu árum í læknisfræðilegri meðhöndlun heilaslags og þar með batamöguleikum þeirra sem fyrir því verða. Það fæli einnig í sér að fólk verði meðvitaðra um birtingareinkenni heilaslags og hvernig bregðast beri við þeim.
- Önnur mál
- Engin.
Fundi slitð kl.17:50.
Baldur Kristjánsson, ritari
ritari stjórnar