Fundargerð stjórnar 18. september 2020

Stjórnarfundur (fjarfundur) föstudaginn 18. september 2020

Allir voru mættir.
Dagskráin var send út rafrænt.

  1. Fjármál félagsins
  2. Útgáfumál – Slagorðið.
  3. Nordisk Afasiråd.
  4. Kvikmyndin.
  5. Önnur mál

Formaður auglýsti eftir athugasemdum við dagskrá og boðun fundarins.  Engin athugasemd kom fram.  Gengið var til dagskrár. Fundarsetning dróst svolítið vegna sambandsörðugleika. Páll og Bryndís komust ekki í mynd.  Það lagaðist með Bryndísi.

Þórir bauð fundarmenn velkomna.

  1. Fjármál félagsins.
    Þórir gaf gjaldkera, Páli Árdal,  orðið sem fór yfir fjármál félagsins. Nú 18/9 eru rúmlega 2,3 miljónir inni á reikningi félagsins og 37 þúsund komnar vegna söfnunar auglýsinga í  Slagorðið.  Öflun hefur sent reikning vegna söfnunar auglýsinga í blaðið. Búin er að safna tæpum þremur miljónum og reikningur Öflunar er þriðjungur af því líkt og samningar segja.
  2. Slagorðið.
    Ofannefnt blað fer í prentun 12. Október.  Þóri rakti í stórum dráttum væntanlegt efni blaðsins.
  3. Nordisk Afasiråd.
    Þórir innleiddi það mál. Til stendur að halda ársfund með fjarfundarfyrirkomulagi
    23/9 næstkomandi.  Heilaheill hefur tekið að sér             formennsku í hinu norræna ráði málstolssjúklinga . Fulltrúar okkar í ráðinu eru Þórunn Halldórsdóttir talmeinafræðingur  og Baldur Kristjánsson stjórnarmaður í Heilaheill.  Nordisk Afasiråd er samráðsvettvangur (sjúklinga) félaga í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi , Færeyjum og Íslandi sem fást við talmein.
  4. Kvikmyndin.
    Málefni tengd kvikmyndinni voru rædd fyrrr á fundinum.  Þórir gaf smá skýrslu.  Undirbúningur að kvikmyndinni um slagið er langt kominn.  U.þ.b. fimm miljónir króna hafa safnast í greiðsluloforðum sbr. síðustu fundargerð.  Þórir upplýsti að Páll kvikmyndatökumaður kemst ekki í það að gera sjálfa myndina fyrr en á næsta ári.
  5. Önnur mál.
    –  Leyfi Bryndísar til þess að halda þræðinum í talkennslu endurnýjað sbr. fyrri furndargerðir.  Að sjálfsögðu með þeim fyrirvara að engin smit áhætta yrði tekin.  Allir voru sammála um þann ásetning Heilaheilla að halda ekki fundi að svo komnu og halda starfi sínu í þeim farvegi að ekki stafaði af smithætta.
    –  Fram kom hjá formanni að Björn Logi sem hefði hrundið af stað kvikmyndinni um slagið væri búinn að draga sig út úr verkefninu  enda hættur að vinna við segabrottnám og kominn til annarra starfa á Landsspítala.

Fleira gerðist ekki,

Fundi slitið kl. 19:00

Baldur Kristjánsson

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur