Fjarfundur, stjórnarfundur á ZOOM föstudaginn 19. nóvember kl.17:00.
Mætt Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal, varamenn.
Formaður setti fund og auglýsti eftirathugasemdum við boðun fundarins eða við dagskrá.
Dagskrá í 4 liðum hafði verið send stjórnarmönnum. Engar komu fram.
Dagskrá:
Formaðurinn gefur skýrslu, sem var sundurliðið með eftirfarandi hætti:
Kvikmyndin – 9. nóv 2021
- EPOS ehf
- Markaðsmenn
Útgáfa SLAGORÐSINS
- Gjalddagi 1. des 2021
- Eindagi 15. des 2021
- Prentverk ehf.
- Öflun ehf.
ANGELS-herferðin
- Marianne Elisabeth Klinke
- Leikskólar
- ATHYGLI ehf.
NORDISK AFASIRÅD – stjórnarfundur
- Þórunn Hanna Halldórsdóttir, talmeinafræðingur
- Þórir Steingrímsson
SAFE – MÜNCHEN 7-9 des 2021
- Þórir Steingrímsson, Páll Árdal og Baldur B E Kristjánsson
Kvikmyndin hefur verið sýnd í Sjónvarpi og voru fundarmenn ánægðir með afraksturinn. Myndin er nú eign Heilaheilla og var fólk á því að ígrunda þyrfti vel hvernig hún væri best nýtt. Myndin er að fullu fjármögnuð eftir söfnun Markaðsmanna.
Slagorðið er komið í dreifingu. Stent er að því að það standi undir sér en Öflun hf. sér um öflum styrktarlína.
Angels herferðin. Bréf sem Sædís samdi komið út til leikskóla og hljóðar svo: Okkur hjá Heilaheill langar líka að benda ykkur á grein sem kemur í Slagorði, tímriti Heilaheilla og mun berast til ykkar væntanlega nú í nóvember. Þar er verið að kynna verkefnið Fast 112, og fræðslan fer fram á heimasíðu þar sem hægt er að nálgast kennslu og fræðsluefni fyrir börn, er gengur út á að „Börnunum er kennt um helstu einkenni slags” og eru í gegnum leik, söng og teiknimyndir, hvött til að bregðast við og miðla því áfram til fjölskyldunnar, sér í lagi ömmu- og afahetjanna sinna. Þeim er kennt að sýna samhyggð og ást og læra gagnlega hluti eins og hvernig þau eigi að hringja í neyðarlínuna 112 – töfratöluna!
Heimasíða verkefnisins : https://is-is.fastheroes.com/about-2/ og
Facebook: https://www.facebook.com/fast112heroes.iceland
Nánar má lesa um verkefnið í Slagorðinu.
Nordisk Afasirad: Stjórnarfjarfundur var í vikunni. Stefnt er að næsta stjórnarfjarfundi í apríl n.k. Verkefni ráðsins liggja að mestu niðri vegna covid en Þórunn og Þórir sjá um að halda tengslum við kollega ytra.
Dagsráðstefna verður hjá SAFE 7-8 desember 2021. Ísland á þrjá fulltrúa. Páll og Þórir og Baldur sitja hana væntanlega.
- Fjármál félagsins. Í máli Páls kom fram að fjármál er í eðlilegum farvegi og fjármögnun vegna Slagorðsins og Kvikmyndar hafi tekist vel.
- Bréf Hjördísar Bjartmars Arnardóttur. Hjördís vill fá eingreiðslu 76.688 krónur vegna teiknaðra mynda sem birtust í Slag appi heilaheilla. Stjórnin metur málið svo að hún eigi heimtingu á greiðslunni og Páli falið að ganga frá henni gegn skriflegu samþykki að um lokagreiðslu sé að ræða. Samþykkt:
- Önnur mál. Rætt um Action Plan for Europe (sjá fyrri fundargerðir). Slagþolendur eru nú um 500 á ári. Hefur minnkað. Stefnum að því að koma þolendum niður fyrir einn á dag. Við erum einu formlegu aðilarnir að SAPE frá Íslandi. Fólk reiknar með ZOOM fundum áfram og ákveðið var að bíða með alla félagsfundi.
Fleira gerðist ekki,
Fundi slitið,
Baldur Kristjánsson