Fundargerð stjórnar 2. apríl 2024

Mættir:  Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson, varastjórn.

Formaður auglýsti eftir athugasemdum við boðun fundar eða dagskrá.  Engin hreyfði athugasemdum.

  • Boðað var til fundarins um samvinnu Domino´s pizzu um Góðgerðarpizzuna 2024
    Dominos pitsa hefur boðið Heilaheill að vera það góðgerðarfélag í ár sem verður styrkt eftir sölu Góðgerðarpizza Domino‘s sem hefur verið seld árlega í yfir 10 ár og verður seld í ellefta skipti dagana 8-11.apríl. Góðgerðarpizzan er átak þar sem Domino‘s selur sælkerapizzu sem hönnuð er í samstarfi við Hrefnu Sætran. Pizzan er aðeins í boði 4 daga á ári og rennur ÖLL SALA óskipt til þess verkefnis sem við veljum ár hvert. Að jafnaði hafa safnast um 6 milljónum á ári en hingað til hefur verkefnið safnað rúmlega 60 milljónum. Við ræddum um að við værum til í að taka þátt í þessu með þeim og áætlum að styrkurinn fari í að efla Málstolshópa og að halda áfram í samráði við Fast hetjurnar með það verkefni.
    Þórir hefur verið í samskiptum við Dominos og mun senda póst til þeirra strax að við séum svo sannarlega til í að taka þátt í þessu átaki með þeim.  Ákveðið var svo að við yrðum með í þessu og mun Þórir fara með þeim í viðtal og kynna þetta verkefni og Heilaheill. Fjármál félagsins voru rædd og eru þau fremur slök núna og því veitir okkur ekki af að fá alla þá styrki sem að félaginu býðst.

Fundi slitið
Fundarritari
Sædís Björk Þórðardóttir

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur