Stjórnarfundur HEILAHEILLA var haldinn föstudagin 23. nóvember kl.17:15 í Oddsstofu að Sigtúni 42, Reykjavík, með tengingu norður á Akureyri. Allir stjórnarmennmættir fyrir norðan og á fundarstað.
Dagskrá var send út í átta liðum. Gengið var til dagskrár.
1. Formaður gefur skýrslu. Slagdagurinn var 29 október og Þórir fór yfir starfið í Kringlunni þar sem Heilaheill var ásamt læknum og hjúkrunarkonum, næringarfræðingum o. fl. Lét hann vel af samstarfinu við þessa aðila.
2. Fjármál félagsins. Páll Árdal gaf yfirlit yfir fjárhagsstöðu félagsins. 2.6 milljónir eru á reikningi félagsins í Arion banka og 2.1 miljónir í Íslandsbanka. Reikningur á eftir að koma frá Öflun(sem safnaði auglýsingum og styrktarlínum í Slagorðið)sennilega u.þ.b. 1.2 miljónir. Formaður hefur sótt um 2.5 miljónir króna til Heilbrigðisráðuneytisins. (vegna kynningu á Appinu, funda o.fl.). Síðan verður sótt um til Öryrkjabandalagsins eftir áramót.
3. Umsókn til Velferðarráðuneytisins. Ekkert var rætt né bókað undir þessum lið.
4. Flettiskiltið. Flettiskiltið er tilbúið til flettinga sbr. fundargerð sîðasta fundar. Ráðuneytið borgar væntanlega prentun.
5. Málstolsmálefni félagsins. Þórunn Hanna Halldórsdóttir fer til Svíþjóðar á útmánuðum ásamt öðrum fulltrúa Heilaheilla, undirrituðum. Kolbrún til vara. Umræður urðu um málstol og form á þáttöku okkar og um faglega nálgun. Samþykkt var að Þórir sendi stefnu félagsins varðandi málstol út til stjórnar (aftur).
6. Laugardagsfundurinn 8. desember. Fundur verður þá þar sem m.a. verður aðventuhugvekja.
7. Aðalfundur SAFE og ráðstena SAFE í Berlín. Það liggur fyrir að SAFE greiðir fyrir þrjà fulltrúa Heilaheilla, þóri, Páll Árdal og Baldur fara. Fjallað var nánar um aðalfund SAFE og mögulega viðurkenningu til handa Helaheillum á aðalfundi SAFE. (SAFE eru samtök slagþolenda og fagfólks um slag í Evrópu.)
8. Önnur mál.
Go Red. Skipt var um formann Helga Margrét Skúladóttir er orðinn formaður. Kolbrún okkar manneskja þar gerði grein fyrir því.
Við þurfum að leggjast yfir því hvað mikið við ætlum að vera með og hvað við eigum að vera með og hvernig. Stjórnarfólk sammála um það að taka þàtt í Go Red. Fram kom að við höfum aldrei lagt fé í Go Red, aðeins lagt til þáttöku. Hyggjumst halda því àfram.
Kolbrún leggur til stefnumótunarfund, stefnumòtunarfund með Heilaheillaráði og stjórn í vetur. Janúar, febrúar. Aðalfundur félagsins verður lögum samkvæmt í lok febrúar. Rætt um miðjan febrúar og niðurstöður stefnumótarfundar verði kynntar á aðalfundi Heilaheilla. Rætt um Selfoss of fleiri staði sem vettvang slíks fundar. Nánar útfærsla síðar. Haraldur yfirgaf fund rétt áður en honum var slitið.
Fundarmenn höfðu orð á því að nýjasta eintak af Slagorðinu væri hið glæsilegasta.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið.
Sent from my iPad/BK