Fundargerð stjórnar 3. febrúar 2023

Stjórnar-fjarfundur HEILAHEILLA á ZOOM föstudaginn 3. febrúar 2023 kl.16:00 með net-tengingu.

Mætt:
Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri, og Kristín Árdal, varastjórn

Engar athugasemdir komu fram við boðaða og útsenda dagskrá.

Dagskrá:

  1. Formaður gefur skýrslu.  
    Skýrslan fjallaði nær alfarið um Húsnæðismál þ.e. 3.lið fundargerðar, en Heilaheill flytur nú innan húsnæðis Öryrkjabandalagsins eins og fram kemur í fyrri fundargerðum.  Búið er að fá húsgögn frá Öryrkjabandalaginu.
  2. Fjármál félagsins.   
    Páll gerði grein fyrir þeim:  4.3 milljónir eru nú á aðalreikningi féagsins í Íslandsbanka og 3.6 í Arion banka.  491 þúsund króna hagnaður er af síðasta Slagorði og 110 þúsund krónur af fréttakálfi Fréttablaðsins sem út kom ú haust.
  3. Húsnæðismál.
    Umræður um húsaleigu.  Formaður upplýsti að hún væri sambærileg við það sem áður var með þeirri undantekningu að sameiginleg fundaraðstaða væri ekki inn í upphæðinni heldur innheimt sér.
  4. Aðalfundur 2023.   
    Auglýst verður eftir framboðum.  Fram kom á fundinum að allir stjórnarmenn gefa kost á sér til endurkjörs. Fundurinn verður í húsnæði Öryrkjabandalagsins og búið er að útvega húsnæði nyrðra.
  5. Önnur mál.  
    Formaður tek
    ur með sér fagaðila, Finnboga Jakobsson, taugaendurhæfingalækni (MD, Phd. consultant neurologist) til Barcelóna 10. mars og annan til Riga 20. mars.  Fargjöld og uppihöld eru greidd af þeim sem halda ráðstefnurnar. Rætt um Hjartadaginn en Kristín er fulltrúi okkar þar.  Páll gerði tillögu um að sama upphæð yrði greidd fyrir þá sem standa fyrir Laugardagsfundum og greidd er fyrir stjórnarfundi eða 15.000 krónur í stað 10.000 króna. Samþykkt.

Fleira gerðist ekki,
Baldur Kristjánsson

fundarritari

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur