STJÓRNARFUNDUR HEILAHEILLA haldinn föstudaginn 3. júní 2022 kl.17:00, með ZOMM net-tengingu.
- TENGD Í NETSAMBANDI: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri og Kristín Árdal, varastjórn
Engin athugasemd kom fram við boðun fundarins né við dagskrá hans sem send hafði verið rafrænt.
- Formaður gefur skýrslu.
Í máli hans kom fram að SAPE faghópur er í fullum gangi og fundar næst 11. júní. Kom einnig fram að aðallfundur Nordisk Afasiråd verður á Íslandi 5-6 október í haust. Fulltrúar Heilaheilla eru Þórunn Halldórsdóttir talmeinafræðingur og Baldur Kristjánsson og sitja fundinn ásamt Þóri Steingrímssyni formanni félagsins. Skoðunarferð er fyrirhuguð í tengslum við fundinn sjöunda nóvember og hvatti formaður stjórnarmenn til þáttöku í henni. Erlendu fulltrúarnir gista á Hótel Holti, verða 6-8. Skoðunarferðin verður í boði Heilaheilla en kostnaður af fundinum greiðist af Norrænu málstolsnefndinni þar sem Ísland gegnir formannsstöðu um þessar mundir. - Fjármál félagsins.
Páll gerði grein fyrir þeim og allt er þar með miklum ágætum. Áður hefur verið minnst á tilboð Fréttablaðiðsins að gera kálf með Heilaheilsefni í haust. Kostnaður Heilaheilla yrði um 600 þúsund krónur. Samþykkt var að biðja Markaðsmenn, sem sérhæfa sig í því að safna peningum fyrir aðila eins og Heilaheill og safna fyrir Slagorðið, að safna fyrir þessum kálfi Fréttablaðsins og þar með samþykkt að fara í dæmið gangi allt að óskum. - Bryndís Bragadóttir.
Hún hefur verið með jafningjafræðslu innan HEILAHEILLA s.l. ár, og hefur m.a. verið m.á. fulltrúi félagsins á stjórnarfundi NORDISK AFASIRÅD 12.-13. apríl 2016 og setið nokkra fundi á vegum félagsins hjá ÖBÍ. Hún fer fram á greiðslu varðandi kennslu fyrir málstolssjúklinga hjá Heilaheill fyrir talþjálfun/endurhæfingu 4 klst. í senn þ.e.a.s. skipulagningu, finna heppilegan fundarstað o.fl.. Eru þetta samtals 16 klst. á mánuði. Þórir Steingrímsson, formaður og Páll Árdal, gjaldkeri, funduðu með Bryndísi 1. júní 2022 og var hún sátt að henni yrðu greiddar kr.6.000,- kr. fyrir hverja klst., eða samtals 16 klst. 6-27. apríl, yrðu samtals 96.000,- kr. og að auki hefði hún sama háttinn á í júnímánuði og síðan í einu sinni í júlí og ágúst 2022. Síðan verður þessi vinna skipulögð enn frekar eftir 1. september 2022. Samþykkt. - Önnur mál.
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið 17:21
Baldur Kristjánsson, ritari
- P.s. Ein stjórnarmanneskja átti í erfiðleikum með að logga sig inn á fundinn. Ákveðið var í lok fundar að hún fengi að fullu greitt fyrir fundinn og er hér látið eina og hún hafi setið allan fundinn. Hún telst því hafa samþykkt allt sem samþykkt var og ber á því fulla ábyrgð líkt og aðrir stjórnarmenn. Hafi einhver athugasemd við þessa tihögun, sėrstaklega ónefnd stjórnarmanneskja, geri hann eða hún ritara viðvart. kv. b