Mætt:
Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri, og Kristín Árdal, varastjórn
Engar athugasemdir komu fram við boðun fundarins eða útsenda dageskrá hans, þó auglýst væri eftir.
Dagskrá:
- Formaður gefur skýrslu.
Formaður hefur þrýst á Landspítalann ásamt samstarfsaðilum sínum um viðbrögðvarðandi slagáætlanir en ekkert hefur gerst. Spurning er segir formaður hvort ekki sé rétt að snúa sér meira að ráðuneytinu. - Fjármál félagsins.
Samkvæmt Páli gjaldkera eru nú á reikningi okkar í Íslandsbanka 4,7miljónir og í Arion banka 3,6 miljónir. - Húsnæðismál.
Formanni falið að skrifa undir leigusamning við Öryrkjabandalagið en félaginu hefur verið gert að skifta um húsnæði innan veggja sama húss. Leigukjör áþekk því sem áður var, en notkun á sal verður skv. leigu. Samningsuppkast var sent út til stjórnar. - Endurnýjun tölvubúnaðar.
Samþykkt tillaga formanns um endurnýjun á tölvubúnaði sem m.a. er notaður til að senda út m.a. laugardagsfundi. Gamli tölvubúnaðirinn er kominn til ára sinna og stenst ekki vaxandi kröfur tölvusamskipta í dag. .Fram kom að kostnaður gæti orðið um rúmlega 500 þúsund krónur. Samþykkt var einnig tillögu ritara, að félagið eignaðist tölvuborð, áætlaður kostnaður um 10 þúsund krónur. - Aðalfundur 2023.
Ákveðið var að halda aðalfund kl.13:00 laugardaginn 25. febrúar 2023 í félagsaðstöðu að Sigtúni 42, 105 Reykjavík, með bein-nettengingu í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14, 600 Akureyri. - Önnur mál.
Ekkert samþykkt þar. Upplýst um Angel-prógrammið og leikskóla o.fl.