Stjórnarfundur 7. Janúar kl. 16:00 að Sigtúni 42, Reykjavík.
Mættir: Kolbrún, Þórir, Axel og Baldur
Dagskrá:
1. Gjaldkeraskipti
2. Laugardagsfundurinn 9. janúar
3. Önnur mál
1. Gjaldkeraskipti:
Guðrún Torfhildur, núverandi gjaldkeri, sagði sig úr stjórn og þar með frá gjaldkerastörfum með tölvubréfi 11. desember 2015. Samþykkt var samhljóða að Axel Jespersen stjórnarmaður verði gjaldkeri. Upp í aðalstjórn færist Haraldur Ævarson en hann er nú varamaður.
2. Laugardagsfundurinn 9. janúar
Formaður hvatti fólk til að mæta.
3. Önnur mál:
Formaður skýrði frá ýmsu því sem á döfinni er og sagð m.a. frá ráðstefnu SAFE sem hann sótti ásamt undirrituðum og Þór G. Þórarinssyni. Rætt um málstol. Fram kom á fundinum að Heilaheill hefur fengið styrk að upphæð kr. 65000 frá Vélum og Skip.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl.17:00
BK ritari