- Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Sædís Þórðardóttir, varastjórn, Páll Árdal, gjaldkeri, og Kristín Árdal, varastjórn
Engin athugasemd kom fram við dagskrá eða fundarboð þó fundarstjóri auglýsti eftir þeim.
Dagskrá:
-
- Formaður gefur skýrslu:
Allt hefur gengið vel varðandi Landsspítala og Sape. Viðbragða og breytinga væri þó beðið frá Landsspítala. Sædís talaði við hjúkrunarforstjóra í Borgarnesi. Engin breyting þar varðandi viðbrögð við slagi frá 2014. Spítalinn virðist draga lappirnar. Boltinn er hjá ráðuneyti og spítala (en Heilaheill hefur farið fram meðtillögur eða áætlun um bætta meðferð slagþola í samráði við SAPE). Varðandi ráðstefnu SAPE í Barcelona í mars gerir SAPE þá kröfu að annar aðili Heilaheilla sé fagaðili.
Formaður lagði fram eftirfarandi kynningu: Erlendis er SAFE í nánu samstarfi við SSO (StrokeSupport Organisation) er leggur áherslu á forvarnir, meðhöndlun og endurhæfingu, – það sama sem félagið hefur stundað eitt og sér hér á landi frá upphafi:
forvarnir: t.d. fjölmiðlaátak um slagdaginn 29. október; útgáfa Slagorðsins, Angels-átakið.o.fl., (Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga hefur stutt okkur)
meðhöndlun: snemmtækt inngrip heilbrigðisþjónustunnar við slagi, blóðsegabrottnámið – slagdeild? (Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir ESO (European Stroke Association) hefur stutt okkur),
endurhæfing: aðild að réttindasamtökunum ÖBÍ, málstol, Nordisk Afasiråd o.fl.. (Þórunn Hanna Halldórsdóttir, forstöðutalmeinafræðingur á Reykjalundi og aðjúnkt í talmeinafræði við Háskóla Íslands hefur stutt okkur). Í fyrirspurn minni um þetta til framkvædastjórnar SSO, er framsendi svo skrifstofu SAFE kom svar að HEILAHEILL er metið með aðild að SAFE/SSO.
- Þá kynnti hann eftirfarandi lagabreytingar:
2. gr.
- Formaður gefur skýrslu:
Markmið félagsins
Markmið félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum slagþola með eftirfarandi hætti:
- Að stuðla að aukinni þekkingu slagþola, aðstandenda þeirra og almennings á slagi og afleiðinga þess.
- Að bæta skilyrði þeirra er hafa orðið fyrir slagi.
- Að vinna að ráðgjafar- og upplýsingaþjónustu fyrir slagþola og aðstandenda þeirra um lifnaðarhætti, réttindi og velferð þeirra.
- Að efla samvinnu við félagasamtök er hafa sömu markmið.
Lagabreytingar
Aðalfundur einn tekur ákvörðun um lagabreytingar, er hafa borist stjórn félagsins til kynningar í fundarboði a.m.k. mánuð fyrir aðalfund.
Enginn andmælti því að þessar breytingar fylgi fundarboði fyrir næsta aðalfund.
- Fjármál félagsins:
Páll fór yfir grunntölur. Í máli hans kom m.a. eftirfarandi fram:
Í Íslandsbanka er rúmar 4,2milljónir
Í Arionbanka eru rúmar 4.1 milljónir
Það á eftir að greiða póstburðargjald fyrir Slagorðið.
Staðan er góð, eðlileg, að dómi Páls.
- Húsnæðismál félagsins.
Öryrkjabandalagið (leigusali okkar) hefur ákveðið á Heilaheill skipti um skrifstofu innan sömu byggingar. Formaður telur hina nýju skrifstofu ásættannlega. Við þessi tímamót missum við aðilann sem hefur leigt af okkur að hluta. Leigan er nú 59 þúsund á mánuði. - Önnur mál:
Færeyingar harðir á því aða halda ekki fund í NORDISK AFASIRÅD (sbr. síðustu fundargerð) og hafa beðist undan þátttöku. Við höfum formennsku þetta árið og ársfundur er ráðgerður í apríl. Rætt um að halda hann á Akureyri. Þeirri hugmynd er hér með beint til Þórunnar og Baldurs sem eru í stjórn Afasíáðsins f.h. Heilaheill. Fundi slitið kl. 17:40 (Markast svolítið af því að þá lýkur Zom og nýtt tímabil kostar)
Fundi slitið
Baldur Kristjánsson
fundarritari