Eins og greint var frá hér á heimasíðunni þá hafði Guðrún Jónsdóttir starfsmaður Glitnis, er fékk heilaslag 18.07.2006, forgöngu um að samstarfsmenn sínir hlypu til styrktar Heilaeheill í Glitnishlaupinu 19. ágúst s.l.. Þó svo að hún hafi ekki verið búin að jafna sig eftir áfallið, þá mætti hún á staðinn í hjólastól eins og áður hefur verið greint frá og henni síðan ekið af eginmanni sínum Sigurði H Sigurðssyni 10 kílómetra.
Eftir hlaupið var Heilaheill tilkynnt að tekist hafi að safna nokkrum fjármunum til styrktar félaginu og tók gjaldkeri stjórnar, Bergþóra Annasdóttir, ásamt Ellert Skúlasyni, stjórnarmanni á móti söfnuninni við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu 24. ágúst s.l.
Miklar þakkir á fyrirtækið, sem og þeir einstaklingar sem hlupu fyrir félagið.