Ýttu á myndina og skráðu þig inn!
Hjartagalli getur leitt til heilablóðfalls, – jafnvel dauða. Enginn er undanþeginn þeirri áhættu er fylgir hjartasjúkdómum, hverju nafni sem þeir nefnast. Hjartagalli og heilablóðfall eru tvær stærstu dánarorsökin í heiminum,- eftir krabbameini. Þessir sjúkdómar gera engan mun á aldri eða kyni og konur eru nú sérstaklega tilkallaðar í þessu átaki, sem á þó við alla án kyngreiningar. Í 10 ár hafa Hjartaheill, Hjartavernd, Neistinn og Heilaheill verið með framsækna samvinnu í að vekja athygli almennings til umhugsunar um sína heilsu, því það er tilkomið tækifæri að vera svolítið hjartanlegur þessa daganna! Alllir eru hvattir til heilbrigðara lífs, öðrum til eftirbreytni. Það reiknast til að um 40% af þeim er fá heilaslag á Evrópusvæðinu má leiða til hjartagalla. Nauðsynlegt er því að hver og einn fylgist vel með sínu hjarta og geri sér grein fyrir heilsu sinni. Ef heilinn fær ekki nægjanlegt súrefni, sem blóðinu er ætlað að veita til heilans, geta afleiðingarnar verið skelfilegar og jafnvel banvænar. Því hefur HEILAHEILL gefið út sérstakt app er ætlað öllum til fræðslu um fyrstu einkenni slagsins og virkar þá um leið sem öryggishnappur. Neyðarlínan staðsetur notandann samstundis, hvar sem hann er staddur í landinu, og hefur því burði að vera með sem snemmtækasta inngrip heilbrigðiskerfisins og stytt tímann frá áfalli til umönnunar. Konur, – hjartað sefur aldrei og það verðskuldar góða umönnun! Klæðist rauðu, – liturinn minnir á hjartað og munið að sá fjólublái er ekki langt undan, en hann er litur heilablóðfallsins! Höldumst í hendur og munið að blóðrásin sefur aldrei!