Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur Reykjalundi, aðjúnkt við Læknadeild HÍ, hefur m. a. verið fulltrúi HEILAHEILLA á stjórnarfundum NORDISK AFASIRÅD, hefur unnið að og leitt undirbúning um tilraunaverkefni er varðar málstol eftir slag, ásamt Þóri Steingrímssyni, formanni HEILAHEILLA. Í þessu verkefni verða fagaðilar í tengslum við HÍ, talmeinafræðingar er hafa reynslu af málstolshópum svo og sjúklingar á vegum HEILAHEILLA, sem er nýung er þetta varðar. Er þetta hugsað fyrir næstu önn til reynslu sem yrði unninn undir stjórn talmeinafræðings og og nemum í starfsþjálfun HÍ. Þau sem áhuga hafa á að vera með í þessu samstarfi, geta skráð sig með því að smella á hér!