Eins fram kemur í grein talmeinafræðinganna Þórunnar Hönnu Halldórsdóttur, Elísabetar Arnardóttur, Sigríðar Magnúsdóttur og Þóru Másdóttur, þá hafa þær áhyggjur af uppsögnum talmeinafræðinga á Reykjalundi, er lesa má hér. Þær hafa starfað á Reykjalundi til skemmri eða lengri tíma á árunum 1979-2022 og telja að afleiðingarnar geti verið gífurlegar fyrir þann stóra hóp sjúklinga sem glímir við taugasjúkdóma og afleiðingar þeirra. Skjólstæðingar HEILAHEILLA njóta þessarar þjónustu núna undir stjórn Þórunnar í húsakynnum félagsins, undir “Tökum til máls“, er hefur gefið góða raun og er í samræmi við stefnu SAP-E, sem von er á að íslensk stjórnvöld undirgangist með undirritun viljayfirlýsingar samtakanna þar um, er gildir til 2030!

