Heilabrot

Ingólfur Margeirsson, rithöfundur

Hið særða dýr

Manneskjan er hópdýr.
Ingólfur Margeirsson skrifar

Ingólfur Margeirsson, rithöfundur
Ingólfur Margeirsson, rithöfundur

Frá örófi alda hefur hún lifað í hópum; sótt eftir nærveru hvers annars, stofnað samfélög.  Það eðli mannsins að leita í hópinn, vera einn af hópnum. Utan hópsins finnst manninum hann vera útlægur, hrakinn frá heildinni. Það gerir hann einmana, vanræktan, dapran. Utan hópsins missir maðurinn samneytið, böndin við aðra, tengslin við lífið og snertinguna við aðrar manneskjur. Það hefur alltaf reynst manninum þungbært. Sum trúarbrögð eða heimspeki, jafnvel stjórnmál boða ómælda einstaklingshyggju sem felur í sér eigingirni, sjálfselsku og jafnvel fyrirlitningu á hópnum.
Þannig verður einstaklingshyggjan oft ranglega túlkuð sem einstaklingsfrelsi. Það að tilheyra hóp þýðir alls ekki að afneita sjálfsvitund eða einstaklingsframtaki. Þvert á móti; það er auðvelt að vera bæði í senn; einstaklingur sem lifir í hóp. Allir einstaklingar þurfa fyrr eða síðar að leita hjálpar í hópnum; fá samhjálp hjá samferðarmönnum sínum. Öll siðmenntuð samfélög byggja á þessari hugsun; heilbrigðiskerfi, menntamál, listir og atvinnulíf; allt er samsett af framlagi einstaklinga sem saman myndar hóp þar sem hver hjálpar öðrum. Þannig vinna menn saman og skapa eina siðmenntaða heild. Hver og einn einstaklingur, samborgari leggur sitt af mörkum til að skapa samfélag: Velferð, samkennd,öryggi og vellíðan. Margir einstaklingar telja það eðlilegt að forða sér undan sameiginlegri ábyrgð; stunda skattsvik, svíkja og stela frá heildinni til að auðgast í skammvinnan tíma sjálfir. Flestir verða þó nauðugir eða sjálfviljugir að leita aðstoðar heildarinnar að lokum til að komast úr ófærunni. Á Íslandi höfum við orðið þess vitni að undanförnu á miskunnarlausari hátt en oft áður.

Öryrkjar finna vel fyrir því að falla utan hópsins. Einangrast utan hópsins og finnast þeir oft útskúfaðir, máttvana og óhæfir að taka þátt í sameiginlegum störfum og leikjum. Þeim líður oft eins og dýri sem er orðið oft veikt eða sært til að geta haldið sama hraða og hópurinn og er skilið eftir til að deyja í einsemd sinni svo hópurinn missi ekki niður ferðahraða sinn.  Það er þessi hugsun sem við verðum öll, sérstaklega hinir heilbrigðu  að hafna og taka til rækilegrar endurskoðunar. Við verðum öll að sjá til þess að hið særða dýr verði aldrei skilið eftir, útskúfað frá hópnum; að fjöldinn hlaupi ekki frá því í eigingirni þeirrar hugsunar að hið særða, bæklaða dýr tefji ekki hraða hópsins í kapphlaupinu að komast fyrstur í mark. . Við verðum öll að hlúa hvert að öðru. Á þeirri hugsun byggist öll siðmenning.

Heilaheill byggir á þessari hugsun: Að byggja upp sjálfstraust þeirra sem komist hafa lifandi gegnum heilaslag til að skilja að lífið sé ekki búið og að lífið haldi áfram. Þótt hlaupahraðinn sé ef til vill ekki sá sami á sumum sviðum og áður og að stundum dragist þeir örlítið aftur úr hópnum þá hlaupa þeir ennþá með, þurfa kannski að hvílast oftar en áður, kasta mæðinni og bergja á vatni. En með eigin getu og hugrekki hjálpa samtökin  hinum heilaskaddaða til aukinnar eigingetu.

Og hið særða dýr á frekar kost á því að vera áfram í hópnum sem fyrr.
Um þetta snýst ábyrg samhjálp. Og endurreisn einstaklinga.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur