Ekki gefast upp!

Ingólfur Margeirsson, rithöfundur
Ingólfur Margeirsson, rithöfundur
Ingólfur Margeirsson, rithöfundur

Við sem höfum orðið fyrir heilaslagi þekkjum vel velviljaðar og samúðarfullar spurningar frá vinum, vandamönnum og ókunnugum: Hvernig hefurðu það?“ Er þetta ekkert að batna?“ , „Æfirðu ekki alltaf?“, Ferðu ekki í sund?“, „ Heldurðu ekki að þetta sé að koma?“, „Verðurðu ekki bara fínn að lokum?“

Allir sem spyrja slíkra spurninga vilja vel. Við skulum ekki vanmeta hinn góða hug. En þessar spurningar og margar aðrar endurspegla þá vanþekkingu sem fólk flest hefur á heilaslagi og öðru áfalli sem leiðir til varanlegrar örorku, lifi menn áfallið af á annað borð. Áföll á borð við hjartaáfall, krabbamein og önnur.
Flest þessi áföll eru ekki læknanleg nema að hluta til. Það eru staðreyndir sem flestir vilja ekki horfast í augu við. Fyrstir til að átta sig á stöðunni fyrir utan hjúkrunarfólk, er venjulega sá sem fyrir áfallinu verður. Fjölskyldumeðlimir, vinir, vandamenn og utanaðkomandi halda í óraunhæfa von; einn daginn mun hann eða hún koma aftur með mér í sund, klífa Esjuna eða stunda með mér skokk. Það er ekkert vont að eiga sér drauma og vona hið besta en veruleikinn á alltaf síðasta orðið.

Við í Heilaheill höfum kosið að halda okkur við veruleikann og mæta honum. Við segjum sem svo: Skaðinn er skeður og við snúum ekki tímanum við. Sama hvað okkur dreymir um það. En það er ekki þar með sagt að við þurfum að gefast upp. Flest okkar sem lifðum áfallið af, eigum margt eftir í líkama og sál. Skert vissulega en ekki dauð. Lífið heldur áfram segjum við! Þetta er ekki búið! Kannski brosa sumir að slíkri hvatningu og segja í hljóði: „Auðvitað er þetta della, hún eða hann verður aldrei eins. Nei, alveg rétt; við verðum ekki eins en er þar með sagt að lífið sé búið? Auðvitað ekki. Lífið getur breyst á einu andartaki án þess að við segjum að það sé búið. Segjum við ungu konuna sem missti manninn sinn óvænt í bílslysi, að lífið sé búið. Að ekkert sé framundan? Að sjálfsögðu ekki. Hin nýorðna ekkja á kannski stóra fjölskyldu, vinahóp og börn. Og lífið heldur áfram. Hún nýtur skilnings, vináttu og aðstoðar. Og hver veit: Einn daginn hefur lífið, hið nýja líf tekið á sig nýja og hamingjusama mynd: Hún hefur eignast nýja og góða vinnu, börnin hennar hafa stækkað og halda sterk inn í lífið. Hún hefur eignast nýjan mann án þess að gleyma hinum látna. Kannski ólétt. Þetta var ekki búið! Lífið hélt áfram! Auðvitað. Ef maður er ekki dauður, heldur lífið áfram. Enginn munur á okkur sem fengum alveg óvænt heilaslag og ungu konunni sem varð ekkja á nokkrum sekúndum.

Það er það sem við erum í raun að segja: Gefstu ekki upp! Haltu í vonina og lífslöngunina og ekki síst í lífsgleðina. Ekki gefast upp þrátt fyrir áfallið. Haltu áfram. Ekki aðeins þér mun líða betur, heldur öllum í kringum þig; fjölskyldunni, vinum og vandamönnum. Lífið verður einfaldara, betra og gleðilegra.

Þetta er ekki búið!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur