Stjórn HEILAHEILLA fundaði 10. júní s.l., samþykkti að tengjast tékkneska góðgerðarfélaginu CEREBRUM um gagnkvæm félagaskipti um málstolið. Í byrjun mánaðarins var haft samband við félagið um að taka á móti formanni góðgerðarfélagsins, Nataša Randlová, þar sem hróður HEILAHEILLA hefur borið ávöxt og verið henni kunn. CEREBRUM er svipað HEILAHEILL og HUGARFAR til samans og beytir sér fyrir talþjálfun í Tékklandi, hvort sem málstolið er vegna ákomins heilaáverka eða slags. Óskaði formaðurinn eftir að fá að tengjast félagi frá Íslandi um sjóð, er CEREBRUM hyggst sækja um innan EES-samningsins, sem hvatt er til innan fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Íslands, Noregs og Liechtenstein. Nataša, sem aðstandandi, móðir fatlaðs drengs og var með hugmynd um að opna með félögunum formlegt tvíhliða samstarf innan EES-samningsins (Noregs/Ísland/Liechtenstein), um sérstakan sjóð, sem hún er reiðubúin að stofna í Tékklandi. Sjóðurinn hefði það verefni að skipuleggja samskipti félaganna, m.a. um málstol, vitglöp, talþjáfun og stofna til þessar samvinnu innan EES-samningsins, þar sem fulltrúar HEILAHEILLA gætu farið til Prag og lært um talþjálfun og fulltrúar CEREBRUM komið til Íslands, – auk þess að efla félagsleg samskipti landanna er þetta varðar.