Heilbrigisyfirvöldum hér á landi væri hollt að heyra!

Dr. Marianne E. Klinke 
Áhugasamir fundarmenn
Á ráðstefnu SAP-E 20.-21. mars 2023

Að venju var laugardags-fundur HEILAHEILLA haldinn, nú 1. apríl, þá í nýrri og endurbyggðri aðstöðu félagsins í húsa-kynnum “Réttindasam-takanna ÖBÍ”, – og sendur út á “netinu”, var sannanlega ekkert “aprílgabb”!   Eftir stuttann inngangspstil formannsins, Þóris Steingrímssonar, hélt Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga erindi um ANGELS-átakið hér á landi, en það er alþjóðlegt átaksverkefni, sem hún hefur þegið viðurkenningu fyrir frá ESO (European Stroke Association), þar sem ESO og  SAFE (Stroke Alliance For Europe), sem HEILAHEILL er aðili að, gerðu með sér samkomulag 2018 í Helsinki, þar sem gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna vinni að ákveðnum markmiðum  með undirritaðri viljayfirlýsingu stjórnvalda hvers ríkis fyrir sig er varðar heilablóðfallið til 2030. ANGELS-átakið er m.a. liður í því. Með þessu samkomulagi er HEILAHEILL orðinn formlegur aðili sameiginlegu átaki evrópskrar aðgerðaráætlunar SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe), þar sem fagaðilar og sjúklingar í Evrópu taka höndum saman, er varðar heilablóðfallið, og er þegar hafin samvinna við fagaðila hér á landi, – en formaðurinn sat ráðstefnu samtakanna í Riga, Lettlandi, dagana 20.-22. mars.  Þar var lögð áhersla á “landsáætlun” um heilablóðfallið og að íslenskum stjórnvöldum er gefið tækifæri á að fylgja henni eftir, í samræmi við sína eigin heilbrigðisáætlun til 2030.  Því næst tók Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugalæknir til máls og greindi fundarmönnum frá mikilvægi þessarar “landsáætlunar”. Í máli hans kom fram mikilvægi samstarfsins og sjúklingasamtök eins og HEILAHEILL, þau hefðu mikið að segja!  Eftir gagnsamar umræður við þau Dr. Maianne Elisabeth og Björn, – ræddu fundarmenn um ýmis mál, sín á milli, er heilbrigðisvöldum hér á landi væri hollt að heyra.  Héldu fundarmenn á brott eftir afar góðan fund!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur