Mjög góður fundur var hjá HEILLARÁÐINU föstudaginn 6. mars s.l. í húsakynnum félagsins, þar sem þau Kolbrún Stefánsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Bergþóra Annasdóttir, Lilja Stefánsdóttir, Birgir Henningsson, Páll Árdal og Þórir Steingrímsson fóru yfir starfsemi og stöðu félagsins. Þessa starfsemi er hægt að sjá á heimasíðunni, m.a. undir hnappnum “Félagið”. Með þessum hætti er verið að gera félögum auðveldara með að skrafa um hitt og þetta innan félagsins, án ábyrgðar og koma sjónarmiðum til stjórnar, ef svo ber undir. Margar gagnlegar tillögur komu fram, er vert er að fella inn í starf félagsins. Marktæk niðurstaða HEILLARÁÐINU verður svo leiðbeinandi. Á þessum fundi var lögð áhersla á að fá almenning, sér í lagi slagþola, til að nýta sér laugardagsfundi félagsins með virkari þátttöku.
Hér áður fyrr sat Helgi Seljan. fv. alþingismaður, er lést á s.l. ári, í ráðinu og orti:
Létt að muna í lengd og bráð
ljúfa stund að eiga saman.
Ég held það væri heillaráð
Heillaráð að kalla saman.
Helgi Seljan