Heillaráð að kalla saman!

Mjög góður fundur var hjá HEILLARÁÐINU föstudaginn 6. mars s.l. í húsakynnum félagsins, þar sem þau Kolbrún Stefánsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Bergþóra Annasdóttir, Lilja Stefánsdóttir, Birgir Henningsson, Páll Árdal og Þórir Steingrímsson fóru yfir starfsemi og stöðu félagsins.  Þessa starfsemi er hægt að sjá á heimasíðunni, m.a. undir hnappnum “Félagið”.  Með þessum hætti er verið að gera félögum auðveldara með að skrafa um hitt og þetta innan félagsins, án ábyrgðar og koma sjónarmiðum til stjórnar, ef svo ber undir.  Margar gagnlegar tillögur komu fram, er vert er að fella inn í starf félagsins.  Marktæk niðurstaða HEILLARÁÐINU verður svo leiðbeinandi.  Á þessum fundi var lögð áhersla á að fá almenning, sér í lagi slagþola, til að nýta sér laugardagsfundi félagsins með virkari þátttöku.

 

Hér áður fyrr sat Helgi Seljan. fv. alþingismaður, er lést á s.l. ári, í ráðinu og orti:

Létt að muna í lengd og bráð

ljúfa stund að eiga saman.

Ég held það væri heillaráð

Heillaráð að kalla saman.

Helgi Seljan   

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur