Enn og aftur er HEILAHEILL á ráðstefnu. Mikil áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum árum að efla samvinna á milli fagaðila og félagssamtaka sjúklinga í baráttunni gegn slagi. Beðið er eftir að íslensk stjórnvöld undirriti viljayfirlýsingu SAP-E, sem er eitt stærsta heilablóðfallsverkefni sem ráðist hefur verið í Evrópu. Dr. Marianne E. Klinke, tauga hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, sátu mikilvæga evrópska ráðstefnu á vegum SAP-E í Sofia, Búlgaríu dagana 20.-22. janúar 2025. Þau hafa verð útnefnd sem fulltrúar Íslands (national coordinators) ásamt lyf- og taugasérfræðingnum Birni Loga Þórarinssyni, af framkvæmda-stjórn samtakanna. Beðið er eftir formlegri þátttöku Íslands í þessu mikilvæga átaki og hafa fulltrúarnir fundað með Willum Þór Þórssyni, fv. heilbrigðisráðherra, er lýsti vilja sínum á þátttöku Íslands í þessu átaki. Nú er kominn ný ráðherra, Alma Möller, fv. landlæknir vg og ætla má að henni sé málið kunnugt.
Á s.l. ári sátu þau dr. Marianne og Björn sambærilega ráðstefnu í Portúgal 2024 og 2023 Þórir í Riga. Eitt af aðal markmiðum samtakanna núna er “Líf eftir slag” og í ráði er að fulltrúar HEILAHEILLA sæki ráðstefnu í Prag í mars 2025 um þetta málefni.