
Félags – og kaffifundur Heilaheill var haldinn að Hátúni 12, Rvík. 1. apríl s.l. og þar greindi Katrín Julíusdóttir, þingmaður, frá starfi hóps ungra foreldra er fengið hafa heilablóðfall. Fyrir dyrum stendur söfnunarátak á vegum Stoð og styrks sem hefur ýmist gefið út bækur og diska – eða keypt bækur á góðu verði eins og verður í söfnun fyrir Heilaheill. Þá voru kosnir fjórir fulltrúar á þing Landssambands Sjálfsbjargar, sem verður haldið 19-21 maí n.k., en þeir eru auk formannsins, Þóris Steingrímssonar, Kristín Stefánsdóttir, Birgir Henningsson og Harpa Jónsdóttir, en hún hefur einnig verið tilnefnd í félagsmálanefnd Sjálfsbjargar, á vegum Heilaheills.