
Það var um klukkan 10:00 þann 8. júlí 2006 að ég lagði upp í göngu upp á Esjuna veður var mjög gott til göngu örlítil sól og vindur það voru nokkrir árrisulir göngumenn komnir á fætur og ég mætti meðal annars tveimur hlaupagörpum sem voru á annarri ferð sinni niður og munaði ekki um það því þeir ætluðu svo að hjóla heim á eftir. Er ég kom svo í klettana og lausa grjótið efst í Esjunni þá var búið að setja upp keðjur þar á nokkrum stöðum sem auðveldaði klifrið einnig var búið að setja tröppu á einum stað. Það er svo alltaf einstök tilfinning að standa á toppi Esjunnar og horfa yfir höfuðborgina eins og sjá má á myndunum.