“Hvað er slag? Áfall, en ekki endirinn”

Laugardagsfundur Heilaheilla 7. október var góður og fundarsókn var með ágætum.  Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, fylgdi skýrslu stjórnar úr hlaði.  Fagnaði hann stofnun “Félags um málefni fólks sem hefur hlotið heilaskaða”, er fjallað var um í fréttum og á heimasíðu Heilaheilla.  Sagði hann að hagsmunir félaganna lægju að mörgu leyti saman og spennandi væri að fylgjast með baráttu þessa nýja félags.  Þá tóku málssvarar hópanna við, þau Albert Páll Sigurðsson [málþingið 21.10.2006], Helgi Seljan [fjáröflunarnefnd] Ingólfur Margeirsson [blaða- og kynningarfulltrúi],  Birgir Henningsson [ferðanefnd], Edda Þórarinsdóttir [framvarðasveit] og Katrín Júlíusdóttir [Faðmur].  Hvatt var til frekari þátttöku í hópastarfi, s.s. hópi aðstandenda o.s.frv.. Edda Þórarinsdóttir las úr bókinni “Í fylgd með fullorðnum” eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur og sagði meðal annars frá kynnum sínum við móður Steinunnar, Bríeti Héðinsdóttur, leikkonu.  Þá sáu þau Ellert Skúlason og Elín Guðmundsdóttir um kaffið og góðgætið, sem allir gæddu sér á.  Vakin var athygli á málþinginu sem verður að Hótel Sögu lagardaginn 21. október n.k. frá kl.09:00 til 16:00 undir yfirskriftinni; “Hvað er slag? Áfall en ekki endirinn”

Sjá myndir af fundinum

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur