
Málþing um heilaskaða var haldið í Hringsal Barnaspítala Hringsins 28. sept. sl. og þar voru saman komnir yfir 150 manns. Þetta var blandaður hópur fagfólks, aðstandenda, sjúklinga og annarra sem áhuga hafa á málefninu. Fagráð um heilaskaða skipulagði málþingið en þar var almenn fræðsla um algengi heilaskaða, orsakir og afleiðingar ásamt endurhæfingu. Lýst var mikilvægi samþættingar þjónustu í þjóðfélaginu þegar unnið er að endurhæfingu fólks með heilaskaða og mikilvægi þess. Einnig hvernig samfelld þjónusta heilbrigðis-, félagsmála- og menntakerfis þarf að vera. Horft var til framtíðar með hliðsjón af því sem gert er í nágrannalöndum okkar. Fyrirlesarar höfðu ólíkan bakgrunn. Aðstandandi ungs manns með heilaskaða flutti mjög áhrifaríkt erindi þar sem hann lýsti gjörbreytingu á fjölskylduaðstæðum. Fulltrúi frá Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu var með innlegg og fagnaði þessu framtaki. Málþinginu lauk með fjörugum pallborðsumræðum. Fjölmiðlar gerðu málþingi þessu góð skil. Á málþinginu var lagður hornsteinn að stofnun félags með hagsmuni fólks með heilaskaða og fjölskyldna þeirra að megin markmiði. Undirbúningur félagsins var fimmtudaginn 5. október s.l. í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, að Síðumúla 39. ormaður í fagráðinu er Ólöf H. Bjarnadóttir, endurhæfingar- og taugalæknir, Reykjalundi-endurhæfing:olofb@reykjalundur.is
Sími: 585 2000