Málþing um heilaskaða var haldið 28. sept. sl.

Málþing um heilaskaða var haldið í Hringsal Barnaspítala Hringsins 28. sept. sl. og þar voru saman komnir yfir 150 manns. Þetta var blandaður hópur fagfólks, aðstandenda, sjúklinga og annarra sem áhuga hafa á málefninu. Fagráð um heilaskaða skipulagði málþingið en þar var almenn fræðsla um algengi heilaskaða, orsakir og afleiðingar ásamt endurhæfingu. Lýst var mikilvægi samþættingar þjónustu í þjóðfélaginu þegar unnið er að endurhæfingu fólks með heilaskaða og mikilvægi þess. Einnig hvernig samfelld þjónusta heilbrigðis-, félagsmála- og menntakerfis þarf að vera. Horft var til framtíðar með hliðsjón af því sem gert er í nágrannalöndum okkar.  Fyrirlesarar höfðu ólíkan bakgrunn. Aðstandandi ungs manns með heilaskaða flutti mjög áhrifaríkt erindi þar sem hann lýsti gjörbreytingu á fjölskylduaðstæðum. Fulltrúi frá Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu var með innlegg og fagnaði þessu framtaki. Málþinginu lauk með fjörugum pallborðsumræðum. Fjölmiðlar gerðu málþingi þessu góð skil.  Á málþinginu var lagður hornsteinn að stofnun félags með hagsmuni fólks með heilaskaða og fjölskyldna þeirra að megin markmiði. Undirbúningur félagsins var fimmtudaginn 5. október s.l. í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, að Síðumúla 39.  ormaður í fagráðinu er Ólöf H. Bjarnadóttir, endurhæfingar- og taugalæknir, Reykjalundi-endurhæfing:olofb@reykjalundur.is
Sími: 585 2000

Sjá myndir af fundinum

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur