
Haldinn var undirbúningsfundur “Norðurdeildar” Heilaheilla í Alþýðuhúsinu á Akureyri mánudaginn 19.02.2007. Fundurinn var vel sóttur af sjúklingum, aðstandendum og fagaðilum. Páll Jónsson var fundarstjóri og þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla og Ingvar Þóroddsson, endurhæfingarlæknir í Kristnesi, FSA, héldu framsögu og svöruðu fyrirspurnum. Þá var einnig gestur fundarins Ragnar Axelsson [RAX], úr framfarðasveit Heilaheilla. Á fundinum voru menn ásattir um að hópurinn væri í Heilaheill og nyti þeirrar þjónustu og réttinda sem felst í aðildinni.