
Mánudaginn 26.02.2007 var haldinn hugarflugsfundur í húskynnum Glitnis, Kirkjusandi, með fulltrúum upplýsingasviðs LSH og forsvarsmönnum sjúklingafélaga og var formanni HEILAHEILLA boðin þátttaka. LSH ætlar á næstu árum kom upp gagnvirkum vef fyrir sjúklinga og aðstandendur. Eitt af markmiðunum aðila er að auka þjónustu við sjúklinga og aðstandendur. Nú er í gangi þarfagreining fyrir slíkan vef. Verkefnið er unnið af meistaranemum í verkefnastjórnun við verkfræðideild Háskóla Íslands í samvinnu við stjórnendur spítalans. Vefurinn ber vinnuheitið Kvikan. Á þessum fundi var kannað hvaða upplýsingar sjúklingar og aðstandendur þeirra vilja nálgast á slíkum vef. Könnunin verður gerð í Outcome kannanakerfi LSH og ábyrgist spítalinn að öll svör séu ópersónugreinanleg. Á næstunni verður félögum HEILAHEILLA, ásamt öðrum, gefinn kostur á að svara til um með hvaða hætti gæti verið not af slíkum vef. Það var mikill áhugi meðal þátttakenda um viðmót slíks vefs og tenginu hans við heimasíðu félaganna.