
Hinn reglulegi laugardagsfundur HEILAHEILLA fór fram í “Rauða salnum” 03.03.2007. Þórir Steingrímsson, formaður, skýrði frá stofnun “Norðurdeildar” félagsins og greindi frá stöðu mála. Svo var fundurinn tileinkaður málefnahópum er Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og sagnfræðingur, kynnti. Á næstunni mun félagið standa fyrir stofnun eins slíks málefnahóps, sem Ingólfur stýrir, og verður það þá kynnt á vegum félagsins.