SLAGDAGUR

Stjórn Heilaheilla hefur sett fram hugmynd um að halda sérstakan dag þar sem heilaslag verður kynnt sérlega fyrir almenningi.  Undirbúningsnefnd kom saman föstudaginn 29. júní og ræddi hugmyndina og hugsanlega framkvæmd hennar. Til fundarins sem haldinn var í steikjandi sólskini og hita í garði Ingólfs Margeirssonar og Jóhönnu Jónasdóttur að Bárugötu 6 í vesturbæ Reykjavíkur, mættu Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla, Albert  Páll Sigurðsson taugalæknir og meðstjórnandi, Ingólfur Margeirsson kynningarstjóri Heilaheilla og Sigurður H Sigurðsson  aðstandandi.  Einnig eru í undirbúningshópnun hjúkrunarfræðingarnir Ingibjörg Kolbeins og Jónína Hallsdóttir, er voru fjarverandi. Menn urðu sammála um að atburðurinn fengi nafnið SLAGDAGURINN  og yrði haldinn í kringum 20. október 2007.  Slagdagurinn verður haldinn í því skyni að vekja athygli á sjúkdómnum slagi.  Framkvæmdin færi fram á tveimur fjölförnum stöðum, annars vegar í verslunarmiðstöðinni Kringunni og hins vegar í verslunarmiðstöðinni Smáralind. Á báðum þessum stöðum væri Heilaheill með bása þar sem tvenns konar starfsemi færi fram á þennan veg:

  • Í fyrsta lagi yrði vegfarendum boðið upp á almenna fræðslu um slag.
  • Í öðru lagi yrði viðskiptavinum verslunarmiðstöðvanna boðið upp á læknisfræðilega athugun sem tengist slagi. Þannig yrði blóðþrýstingur mældur, spurningar lagðar fyrir fólk og fyrsta mat á áhættu á slagi metið. Metið yrði hvort einstaka vegfaranda yrði bent á að hafa nánara samband við heimilislækni.

Þeir sem myndu upplýsa almenning um slag og annast athugun á einstaklingum yrði fagfólk, einkum hjúkrunarfræðingar og hugsanlega sérþjálfaðir læknar í slagsjúkdómum. Einnig verður leitast við að prentaðir bæklingar um Heilaheill og upplýsingapésar um slag verði deift og þeirliggi frammi.

 

 

Mikilvægt er, að þessi atburður verði vel kynntur fyrir almenningi í fjölmiðlum. Slagdagurinn yrði  þannig kynntur fyrir þjóðinni allri á margvíslegan hátt. Þar með vekur Heilaheill athygli á starfsemi okkar og kynnir almennt sjúkdóminn slag og vekur almenning til umhugsunar á útbreiðslu slags og líkur þess að hver sem er geti fengið slag.

Sjá myndir hér! 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur