
Hin árvissa ferð Heilaheilla um suðvesturlandið sem farin var í gær tókst frábærlega vel, gott, samhuga fólk, sem ákvað að eyða deginum saman við sól og sumarblíðu. Farið var frá Hátúni og þar sem leið lá yfir Hellisheiði, framhjá Hveragerði, til Stokkseyrar um Selfoss. Farið var í Veiðisafnið, Þuríðarbúð á Stokkseyri heimsótt og Kirkjan og Húsið á Eyrarbakka skoðuð. Hádegisverður, gómsæt sjávarréttasúpa var í veitingahúsinu Hafið Bláa við Ölfusárósa. Hafnardagar í Þorlákshöfn heimsóttir þar sem mannlífið var blómlegt. Strandakirkja skoðuð og síðan farið í T-bæ í Selvogum og drukkið kaffi. Farið var til Krísuvíkur og síðan heim. Þetta var vel heppnuð ferð og eru myndir af henni hér.