
Formaður Heilaheilla, Þórir Steingrímsson, var boðaður á Sigurhátíð Glitnis í Háskólabíói fimmtudaginn 23. ágúst s.l. þar sem afhending áheita til góðgerðarfélaga eftir Reykjavíkurmaraþon Glitnis 2007 fór fram. Veitti Þórir viðtöku úr hendi starfsmanns bankans, fjárframlagi að kr. 948.100,-, er safnaðist saman í maraþoninu. Heilaheill var á meðal 15 efstu félaga, er einstaklingar hlupu fyrir og þeirra hefur verið getið á heimasíðunni. Það var hvorki meira né minna en Guðrún Jónsdóttir, starfsmaður bankans, félagi og Glitnishetja Heilaheilla, er afhenti Þóri þessa fjárhæð á sviði Háskólabíós, en hún afrekaði [í hjólastól] ásamt manni sínum [er ýtti], stjórnarmanni Heilahella, Sigurði H Sigurðssyni, að hlaupa fullt maraþon, 42 km.. Kann Heilaheill þeim og Glitni miklar þakkir fyrir framtakið og þessir fjármunir koma í góðar þarfir.