SAMTAUG ÞINGAR UM VANDA B2

Eins og félagar í Heilaheill vita þá er Samtaug samráðshópur formanna félaga taugasjúklinga, Félagi MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökunum á Íslandi, er undirrituðu yfirlýsingu um reglulegt samstarf með stjórn Landspítala-háskólasjúkrahúss, [LSH] í viðurvist Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra. 
Þetta samstarf hefur gengið vel m.a. hefur framkvæmdastjórn LSH upplýst Samtaug um ýmsan vanda er spítalinn stendur frammi fyrir hverju sinni.
Föstudaginn 14.09.2007 var haldinn fundur með aðilum og vakti framkvæmdastjórn LSH athygli Samtaugar á alvarlegum vanda B2 er varðar “fráflæði” frá deildinni.  Þær skýringar fylgdu að ekki væru til í stjórnsýslunni nein úrræði fyrir þá sjúklinga er lokið hafa bráða-, frum- og framhaldsmeðferð á deildinni, en væru þar búandi án vonar um bata.  Slík dvöl er kostnaðarsamari en umönnun sjúklinga er hafa batavon.
Þessu var lýst sem stjórnsýslulegum vanda á millis ríkis og sveitafélaga, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu, og að fráflæðisvandi spítalans væri meiginorsök uppsagna reyndra hjúkrunarfræðinga, er taka gildi 01.19.2007, er hafa starfað þar í mörg ár, en sagt upp vegna of mikils álags.  Stjórn LSH kvaðst hafa nýtt kjarasamninga til hins ýtrasta tilað halda reyndu fólki í starfi.
Þykir talsmönnum Samtaugar sýnt, eftir þennan fund, að sá vandi er stjórn LSH stendur frammi fyrir, bæði er varðar heilbrigðisþjónustuna og félagsþjónustuna, verður vart leystur nema með ráðherraákvörðun.
 

Sjá myndir hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur