
Hjartavernd stóð fyrir vitundarvakningu í Ráðhúsinu 22. febrúar 2009 sem var Konudagurinn og bað HEILAHEILL um þátttöku í því. Albert Páll Sigurðsson, taugasérfræðingur og stjórnarmaður HEILAHEILLA flutti m.a. fyrirlestur. Fulltrúar félaganna, þau Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, Gunnar Finnsson, formaður Hollvina Grensásdeildar, Edda Þórarinsdóttir, gjaldkeri HEILAHEILLA, Guðrún Pétursdóttir, stjórnamaður í Hollvinum Grensásdeildar og Birgir Henningsson, félagi í HEILAHEILL kynntu starfsemi félaganna og dreifðu upplýsingum. Vitundarvakningin var um konur og hjarta- og æðasjúkdóma sem ættað er frá USA og er kallað Go Red for Women. Fulltrúar átaksins á Íslandi voru ásamt Bylgju Valtýsdóttur, upplýsingafulltrúa Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar , Dr. Vilborg Þ. Sigurðardóttir, hjartasérfræðingur, Unnur Sigtryggsdóttir deildarstjóri hjartadeildar LSH, Þorgerður Benediktsdóttir, markaðs- og sölustjóri og Kristín Siggeirsdóttir framkvæmdastjóri þróunar hjá Hjartavernd. Þá voru þarna einnig fulltrúar Lýðheilsustöðvar, Forvals (umboðsaðili Elizabeth Arden sem er styrktaraðili á heimsvísu), Hreyfingar (Ágústu Johnsen), blómabænda og blómabænda, Hagkaup (væntanlega) og Íþrótta- og Ólympíussamtaka Íslands. Þá var Ingibjörg Pálmadóttir fyrrum ráðherra er sérstakur gestur ráðstefnunnar.