Aðalfundur Heilaheilla var haldinn laugardaginn 28. febrúar í Hringsal LSH og með fjarfundabúnaði til Sjúkrahússins á Akureyri . Formaður Þórir Steingrímsson setti fundinn og bauð gesti velkomna og flutti skýrslu stjórnar. Kom hann m.a. inn á eitt af meginmarkmiðum félagsins sem er að koma þekkingu um sjúkdóminn slag á framfæri. Einnig ræddi hann mikilvægi málefnahópa félagsins og fór yfir helstu fundi á vegum félagsins sl. ár. Greindi frá samvinnu Heilaheilla við önnur hagsmunasamtök sjúklinga svo sem Sjálfsbjörgu, Öryrkjabandalagið og Samtaug auk Hollvinasamtaka Grensáss. Lagði í lokin áherslu á áframhaldandi vinnu að innleiðingu notendastýrðrar þjónustu. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags-og tryggingamálaráðherra var á fundinum og hyggst hún beita sér fyrir því að fulltrúi Heilaheilla komi að vinnu á vegum ráðuneytisins að því að innleiða notendastýrða þjónustu hérlendis. Eftir aðalfundarstörf sté Gunnar Finnsson frá Hollvinasamtökum Grensáss í pontu og greindi frá stöðu mála varðandi viðbyggingu við Grensás sem Sjóvá hugðist styrkja en þar situr nú allt fast, samtökin hyggjast halda málinu vakandi. Sagði frá styrk samtakanna til Grensásdeildar í formi kaupa á matarvögnum og þar með væru sjóðir samtakanna nær tæmdir. Ræddi fyrirhugaðan niðurskurð á Grensásdeild sem samtökin telja uggvænlegtíðindi.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.