
Að venju var laugadagsfundur HEILAHEILLA haldinn 7. mars sl. og var Linda Stefánsdóttir, forstöðumaður HRINGSJÁR, sérstakur gestur fundarins. Eftir skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar, flutti Linda fróðlegt erindi um endurhæfingarskólann Hringsjá og með hvaða hætti er komið á móts við þarfir einstaklingsins í námi. Tekið var til umræðu um notendastýrða þjónustu og með hvaða hætti hún gagnast fólki er varð fyrir áfalli. Þá flutti Edda Þórarinsdóttir, leikkona, nokkur sögubrot úr bók eftir Halldóru Thoroddsen. Að lokum gæddu fundarmenn sér á meðlætinu með kaffinu sem „kaffihópurinn“ framreiddi.