Páll Árdal

1990 var ég að vinna í vaktavinna á bíl í Blönduvirkjun við vorum í 10 daga úthaldi. Nótt eina, þegar ég var kominn af vakt og reyndi að sofna í vinnubúðunum, fékk ég ægilegan hausverk og kastaði upp. Ég gat ekkert unnið næsta dag. Seinni partin þann dag bað ég um það hvort einhver gæti skutlað mér í næstu vinnubúðir í ca 40 km fjarlægð, en þar var læknir. Það var ekki hægt að fá neinn til að skutla mér en þeir buðu mér bíl og spurðu hvort ég gæti keyrt sjálfur og ég vildi allt til þess vinna að komast þangað og ákvað að reyna sjálfur. Það var mjög erfitt að keyra vegna höfuðkvala. Þegar þangað kom þá var læknirinn ekki við, en hjúkrunarkona skoðaði mig og taldi mig vera með flensu. Hún gaf mér verkjalyf til, að mér liði betur, en þau höfðu ekki áhrif vegna þess að ég ældi svo mikið.

Það liðu 5 dagar þangað til að ég var búinn með úthaldið og alltaf var ég með sama verkinn. Þegar til Reykjavíkur kom fór ég strax til læknis, sem gaf mér stíla og sendi mig heim.Daginn eftir hafði hann samband og spurði mig um líðan mína. Hún var ekkert skárri en hann sagðist hafa samband fljótt aftur. Hringdi hann svo eftir nokkrar mínútur og sagðist vera búin að leggja mig inn á Borgarspítalann. Þar var ég þar í rannsóknum allan daginn, tekið mikið af röntgen- og sneiðmyndum. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að ég væri með stíflaðar ennis holur og var unnið eftir því og mér batnaði með tímanum. Læknar sögðu að það væru miklar líkur á því að ég fengi þetta aftur.

Það var svo sunnudaginn 27 janúar 2008, en ég bý á Akureyri, fékk ég ægilegan höfuðverk. Réttara sagt höfuðkvalir, ég ældi og ældi. Seinna þegar ég fór að hugsa um þetta, þá fann ég æðasláttinn í höfðinu á mér. Þetta lýsti sér nákvæmleg eins og ég fékk 1990. Konan mín var ekki heima en ég var með son okkar, er var að verða 2 ára. Konan var með eldri soninn í leikfimi sem foreldrafélag leikskólans hafði. Ég var rétt byrjaður að æla, en þá kom konan aftur heim, hún hafði gleymt einhverju sem hún var að ná í. Ég bað hana að taka með sér símann, því ég taldi mig vita hvað þetta var, ég hafði fengið þetta áður. Konan var ekki búin að ver lengi í burtu þegar ég gat ekki meira og hringdi í hana og bað hana að fara með mig á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.

Konan þurfti að útvega pössun fyrir strákinn þegar æfingin væri búin og kom svo. Þegar hún stoppaði við slysadeildina þá sagið ég henni að fara heim ég myndi hringja þegar ég væri búinn. Þegar inn kom þá var ég strax sendur til vaktlæknis sem ætlaði athuga hvort þetta væri eitthvað alvarlegt. Þegar hann var búinn að skoða mig vildi hann senda mig í frekari ransókn. Var ég þar settur í segulómtæki þar sem sást strax að ég var með tæplega 3cm slagæðargúl á milli heilahvela. Var ég strax settur á morfín og leið mun betur af. Strax um kvöldið var ég sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, en það var ekki búið að fljúga í 2. daga.

Þegar þangað kom tók læknir á móti mér sem sagðist heita Aron. Hann var mjög ljúfur og sagðist vilja senda mig til Svíþjóðar í aðgerð, sem hann nefndi „innsetning gorma“! Byrjaði hann á að útskýra það fyrir mér, en ég sagði að ég hafði séð fræðslumynd í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum um það. Þessi aðgerð byggðist á því að þræða platínugormum, sem eru húðaðir með storknunarefni, frá nára og upp að gúlnum og fylla hann af þeim. Engar myndir fundust frá því 1990, en læknar sögðu að það væru mjög miklar líkur á því að ég hafi fengið heilablóðfall þá, en þá hafi gúllinn verið mikið minni. Aron sagðist senda myndir daginn eftir til Svíþjóðar og biðja þá að taka mig í aðgerð. Daginn eftir kom svarið og var það neikvætt, vildu þeir fekar að ég yrði skorinn, en þá myndi ég vera öryrki það sem eftir væri. Aron kvaðst þá senda þeim fleiri myndir og vonast eftir betra svari. Svarið kom og vildu þeir þá fá mig, en lofuðu ekki að gera aðgerð. Á miðvikudegi fór ég með sjúkraflugi í fokker vél til Svíþjóðar og með henni voru, konan mín, systir mín, læknir, sjúkraflutningsmenn svo og fólk sem var á vegum flugfélasins. Bróðir minn kom svo til Svíþjóðar sama dag.

 

Fimmtudaginn var aðgerðin. Hún var þannig, að það var farið báðum megin í nára, upp báðar hálsæðarnar og að gúlnum. Það þurfti að halda tveimur æðum opnum í gúlnum þannig að blóð færi í gegn, þær lágu einhvers staðar inn í heila, en ekki var vitað hvert. Áætlaður tími var ca. 6 klst. og stóðst það að mest öllu leyti. Seinna um daginn fékk ég mat í fyrsta skipti frá því á sunnudag, en ég hafði ég ekki mikla list, en hún kom smá saman. Var ég í Svíþjó þar til sunnudags, en þá var ég sendur heim með farþegaflugi, en ég tók 9 sæti. Eina skiptið sem ég steig í lappirnar í Svíþjóð var þegar ég fór í flugvélina en rúmið komst ekki inn. Varð ég að labba eina 5-6 metara á sænskri grund. Þegar ég kom til Keflavíkur þá var ég fluttur í mjög litlum hjólastól úr vélinni og í börur. Ég var á sjúkrahúsi í Reykjavík í rúma viku, en fór síðan á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Var ég þar frá mánudegi til sunnudegs, eftir það fór ég inn á Kristnes.

 

 

Á Kristnesi var ég í æfingum í 7 vikur en fór síðan á Bjarg.  Ég byrjaði að vinna 1. ágúst 2008, fyrst hálfan daginn, en jók það smá saman og í maí rúmlega ári seinna fór ég að vinna fulla vinnu.

Ég vinn mikið við múrbrot og stíflulosun, einnig ýmis önnur störf. Múrbrot þoli ég verst.

Eftir þessa lífsreynslu þá hef ég hugsað að ég hafi sloppið mjög vel frá öllu. Núna rúmlega fimm árum seinna er ég nánast eins og ég var áður en þetta gerðist, það er ekki hægt að sjá að ég hafi fengið heilablóðfall (slag), en ég finn að ég er ekki eins þrekmikill og áður.

Sjá sjónvarpsviðtal við Pál Árdal á N4 > SMELLA HÉR

Til baka

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur