
Þórir Steingrímsson fundaði með starfsmönnum Greindar í dag og var farið í gegn um þær athugasemdir sem hafa þegar borist um “Fyrstadagkortið”, sem lagt var fram í dag. Nokkur ánægja var með stærðina og lógóið kom vel út. Það var ákveðið að starfsmenn Greindar myndu gera breytingar í samræmi við athugasemdirnar sem hafa borist og síðan verður haft samband við Stjórn Heilaheilla næstu daga. Þegar þeirra vinnu er lokið og er upphafi markaðssetningarinnar lokið og ekkert er því til fyrirstöðu að senda öllum viðkomandi (þ.e. stjórn og framvarðasveit) slóðina inn á vinnusvæðið, áður en heimasíðan er sett “í loftið”. Þá hafa allir tækifæri á að gera lokathugasemdir, áður en hafist er handa við fjölmiðlana.