Aðalfundi HEILAHEILLA lauk föstudaginn 6. júní og ný stjórn kosin. Þórir Steingrímsson, formaður, bauð fundarmenn velkomna og lagði til að Tryggvi Friðjónsson yrði kosinn fundarstjóri og Gísli Ólafur Pétursson, fundarritari. Var það samþykkt og tók Axel Jespersen, einn nefndarmanna “3ja-manna sáttarnefndar” til máls og fylgdi greinargerð nefndarinnar úr hlaði, sem er birt á heimasíðu félagsins. Hann svaraði fyrirspurnum um efni hennar og eftir það var gengið til kosninga um 6 stjórnarmenn. Stjórnina skipa þá Þórir Steingrímsson formaður, meðstjórnendur Kolbrún Sefánsdóttir, Gísli Ólafur Pétursson, Baldur Kristjánsson, Páll Árdal, Árni Bergmann Pétursson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir og Þór Sigurðsson.
Þórir | Kolbrún | Gísli Ólafur | Baldur | Páll | Árni | Guðrún | Þór |
Um leið er nýrri stjórn óskað til hamingju og velfarnaðar í starfi, eru félagsmenn hvattir til að veita fulltingi sitt til að gera veg og vanda félagsins sem mestan og bestan, slagþolendum til eflingar í öllu landinu.
Markmið félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem fengið hafa slag (heilablóðfall), aðstandenda þeirra svo og fagaðila.
Minnt er á að heimilisfang HEILAHEILLA er að Síðumúla 6, 108 Reykjavík og símanúmerin eru 561 2200 og 860 5585, heimasíðan www.heilaheill.is, á Facebook og YouTube, þar sem hægt er að sjá fræðsluerindi o.f.l. undir leitarorðinu “Heilaheill”. Eru félagsmenn hvattir til að nýta sér þessa rafrænu félagsmiðlun til eflingar málstaðar félagsins sem er að finna í lögum þess.