Færeyjar – Akureyri

Formaður félags slagþolenda í Færeyjum, HEILAFÉLAGSINS, Bjarne Juul Petersen kom til landsins 10. júní s.l..  Hitti hann þar fyrir Þóri Steingrímsson, formann HEILAHEILLA og Pál Árdal, talsmann félagsins á Akureyri.  Var tilgangurinn sá að kynna sér aðstæður er varðar bráðameðferð heilablóðfallssjúklinga, frumendurhæfingu og atvinnutengda endurhæfingu þeirra á Akureyri.  Var megin tilgangur hans að afla upplýsinga í því skyni að slagþolendur í Færeyjum heimsæktu Akureyri á næsta ári.  Taldi hann að samfélögin á Akureyri og Tórshavn væru að svipaðri stærð, hvað fólksfjölda varðar og vildi kynna sér hvaða þjónustu hver og einn fengi við slíkar aðstæður.  Fyrst heimsótti hann endurhæfingastöðina Eflingu og ræddi þar við Stefán Ólafsson.  

                  

 

         

 

Síðan heimsótti hann Bjarg á Akureyri og ræddi þar við Þorsteinn Pétursson og Sigurlaugu Hafliðadóttur.  Þá ræddi hann við Berg Þorra Benjamínsson, talsmann Sjálfsbjargar.  Eftir það kynnti hann sér aðstæður á hótelum á Akureyri og hélt síðan á Kristnes og ræddi við Ingvar Þóroddsson, yfirlækni, sem kynnti Kristneshæli fyrir gestum.  Hann var mjög hrifinn og fannst áhugavert hvernig þetta hefur verið unnið á Akureyri.  Var í ráði að halda áfram frekara samstarfi um þessi mál á komandi tímum.

 

Sjá fleiri myndir hér!

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur