“Á krossgötum” á þriðjudagsfundi HEILAHEILLA

Góð stemning var á reglulegum þriðjudagsfundi HEILAHEILLA er nokkrir félagar HUGARFARS komu.  Nokkrir hjúkrunarfræðinemar og kynntu að fyrir næstu helgi ætlar hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviðs HÁSKÓLA ÍSLANDS vera með kynningardag, hjúkrunarfræðinema sem þeir kalla “Á krossgötum”,  í Háskóla íslands föstudaginn 23. janúar kl. 11:40 -15:00 í Hjúkrunarfræðideild Eirbergi, 1. og 2. hæð.  Fundarmönnum þótti þetta gott framtak og rómuðu framtakið.  Þá kom fram að júkrunarfræðinemar á lokaári bjóða til kynningar á hinum ýmsum störfum hjúkrunaríræðinga. Nýjar og hefðbundnar hliðar á starfsvettvangi hjúkrunaríræðinga verða kynntar, til dæmis endurhæfingarhjúkrun, vökudeild, göngudeild hjartabilaðra, lífstíll, heilsugæsla, hundar í hjúkrunarmeðferð, hjálparstarf, bráðahjúkrun, skaðaminnkun o.s.frv.

         Kynningin er liður í námskeiðinu “Hjúkrun” sem starfs- og fræðigrein þar sem hópar nemenda kynna starfstækifæri í hjúkrun bæði hér á landi og erlendis. Framhaldsnám í hjúkrunar og   Ijósmóðurfræðum verður kynnt og fulltrúar heilbrigðisstofnana, m.a. embætti landlæknis og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga kynna störf sín.  Kaffisala nemenda verður frá kl. 11:30 til 13:00 til styrktar útskriftarferðinni í vor. Verð: 1500 kr. fyrir fullorðna, 1000 kr. fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri en 6 ára.  Kynningin er öllum opin.  Allir sem vilja kynna sér nýjar hliðar á störfum hjúkrunarfræðinga eru hvattir til að koma.  Er hvatt til að sem flestir nýti sér þetta framtak.
         

 

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur