
Aðalfundur HEILAHEILLA verður á morgun sunnudaginn 1. mars kl.13:00 ínýju og glæsilegu húsnæði ÖBÍ (Öryrkjabandalagi Íslands) að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Öll aðstaða er á jarðhæða og þess er gætt að það sé aðgengi fyrir alla. Félagið hefur um árabil verið með aðstöðu í Síðumúla 6, 108 Reykjavík, en nú er starfsemin komin á mjög ákjósanlega stað sem hentar slagþolendum, aðstandendum og þeim, er hafa áhuga á málefninu, mjög vel í alla staði. Félagið hefur sér skrifstofur og hefur mjög góða aðstöðu til fundarhalda.
Verða “mánudagsfundirnir” (málstol) og “þriðjudagsfundirnir” (fyrir alla) í mjög góðri fundaraðstöðu og þar byrja þeir strax mánudaginn 2. og 3. mars. Eru allir hvattir til að nýta sér þess aðstöðu og hafa samband í s: 860 5585.