SAMTAUG fundar með FRUMTÖKUM

Miðvikudaginn 25. mars funduðu nokkrir fulltrúar aðildarfélaga SAMTAUGAR, (Samstarfshóps félaga taugasjúklinga: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Ísland) Þórir Steingrímsson, Pétur Ágústsson, Fríða R Þórðardóttir, Snorri Már Snorrason, Axel Jespersen, Guðjón Sigurðsson með fulltrúa FRUMTAKA (Samtaka framleiðenda frumlyfja), Jakobi Fal Garðarssyni í fundarsal að Sigtúni 42, 105 Reykjavík.  Tilefni fundarins var að kanna hvort möguleiki væri á því að þessir aðilar gætu haft samstarf um alþjóðlega ráðstefnu árið 2016 um lyfjamál er tengjast lyfjaumhverfi taugasjúklingafélaganna hér á landi í samanburði við nágrannalöndin.  

     
           

Fyrir lágu reglur EFPIA um samskipti lyfjafyrirtækja og sjúklingafélaga er fundarmenn ræddu og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, kynnti stöðu sína innan stjórnar SAFE (Stroke Alliance For Europe) og á þeim möguleikum er fælust í því að láta þessi mál til SAMTAUGAR taka.  Fundarmenn voru sammála um að slík ráðstefna væri raunhæfur möguleiki og til hennar yrði boðið öllum, bæði opinberum- og einkaaðilum er málaefnið varðar.  Þórir og Fríða buðust til að sjá um framhald málsins í samkiptum við aðila

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur