Öryrkjabandalagið fundaði um síðustu helgi um sín stefnumál og má segja að þar hafi verið unnið mikið verk. Það var jákvæð setmning og þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Axel Jespersen, aðalmaður félagsins í stjórna ÖBÍ o.m.a. fulltrúi í kjarahópi samtakanna, sátu stefnuþingið og voru ánægðir með útkomuna. Var lögð m.a. áhersla á að öll vinna sem fór fram á þinginu væri lýðræðisleg og unninn af grasrótinni. Eftir að þingheimur hafði sjálfur ráðið ferðinni með áhersluatriðin, sem voru að sjálfsögðu ærið mörg, þá voru þau dregin saman í lokin og talsmenn látnir fylgja niðurstöðu hópanna úr hlaði með viðtali við Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, leikkonu, sem var í hlutverki fréttamanns. Hóparnir voru margir, sem og málefnin, og var fróðlegt að heyra hvað kom úr hverjum hóp. Að lokum var slegið upp góðum veitingum og menn héldu úr hlaði ánægðir í bragði.