Samráðshópur taugasjúklinga, er undirritaði yfirlýsingu um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss, fundaði miðvikudaginn 11.01.2006 með Sigursteini Mássyni, formanni Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Þar var rætt um meðal annars með hvaða hætti ÖBÍ gæti átt samstarf við hópinn, en þar eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Fundurinn tókst með ágætum og góður rómur var lagður að frekarara samstarfi, en þann 18.01.2006 er fyrsti fundur með fulltrúum LSH samkvæmt samkomulaginu.
Sjá myndir í: Um Heilaheill / Myndir úr félagslífi