Fyrsti fundur með LSH

Miðvikudaginn 18. janúar s.l. var haldinn fyrsti fundur meðal fulltrúum LSH og samstarfshóps taugasjúklinga, en í honum eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Var fundurinn haldinn á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi kl.17:00.  Fjallað var um með hvaða hætti þetta samstarf ætti að fara fram og lögðu fundarmenn áherslu á að aðilar eigi samstarf með skipulegum hætti um mál sem varða skjólstæðinga félaganna og LSH.  Þessi aðilar stefna að því að vinna saman að því að fræða  almenning og sjúklinga og kynna viðkomandi sjúkdóma og einkenni þeirra sem víðast til að vinna gegn fordómum.  Aðilar skiptust á upplýsingum og var lagður góður rómur að hversu vel tókst til, ekki síst um þann mikla og góðan áhuga starfsfólks LSH.

Sjá myndir Heilaheill / Myndir úr félagslífi

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur