
Fundur var haldinn í fjáröflunarnefnd Heilaheilla 1. febrúar 2006 sem í sitja Helgi Seljan, formaður, Bergþóra Annasdóttir gjaldkeri félagsins og Edda Þórarinsdóttir, leikkona og meðlimur framvarðasveitarinnar. Rætt var um fjárhagsstöðuna og tekin voru til meðferðar fyrirliggjandi erindi. Einnig voru ræddir möguleikar á ýmsum aðferðum við öflun fjár. Formaðurinn ætlar að boð til næsta fundar.