Heila-Appinu gerð skil á Útvarpi Sögu!

Í Síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu í umsjá Hauks Haukssonar var Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður gestur þáttarins um kl.17:00 í dag.  Var farið vítt og breytt um uppeldi Þóris, fyrri störf og skoðanir á þjóðmálum.  Að lokum var rætt um útgáfu Heila-Appsins og  útskýrði Þórir hvernig hægt væri að setja það inn með einföldum hætti.  Þegar farið er inn á veitur viðkomandi síma, s.s. Apple Store, Google Play, Windows Play o.s.frv., þá er nafnið Heilaheill slegið inn.  Þegar appið birtist þá er boðið upp á niðurhal.  Fyrsta viðmótið biður um kennitölu viðkomandi.  Þegar hún er slegin inn og þá er appið orðið persónulegt.  Ef viðkomandi þarf á aðstoð Neyðarlíunnar að halda, þá sendir snjalltækið kennitöluna í textaboðum (SMS) til Neyðarmóttökunnar og þá er starfsmönnum kunnugt um um hver hringir og út af hverju! Ef viðkomandi er kominn að því að missa meðvitund, glata málisínu eða jafnvel getur ekki gert grein fyrir stöðu sinni, þá getur Neyðarlínan hafið leit að viðkomandi og fundið hann með mikilli nákvæmni, svo framarlega sem GPS-merki símans er leyft, – en það sést á grænu ljósi efst til vinstri í aðalmynd appsins.  

         

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur