Málstol á Norðurlöndum

 

Fundur í Det Nordiske Afasiråd 13. og 14. september 2016 mætt frá Svíum: Lars Berge Kleber og Berit Robrandt Ahlberg, frá Dönum: Bruno Christiansen, fyrir hönd Finna: Tom Anthoni , fyrir Norðmenn: Hogne Jensen, Marianne Brodin og þeim til fullþingis Ellen Borge og fyrir hönd Íslands mættu Axel Jespersen og Bryndís Bragadóttir.

Bruno fór yfir það sem Hjernesagen hafði haft fyrir stafni og þar hefur fókusinn verið á að vekja athyggli á hjarta- og æðasjúkdómum.  Þeir hafa gefið út bæklinga í miklu upplagi til dreifingar þar sem lögð er áhersla á að halda toppstykkinu virku og  ögra heilabúinu.  Þeir vilja meina að það sé vænlegt að vera vel í formief í harðbakkann slær.

Þá tilkynnti Bruno Lise hefði sagt upp en hefði tekið áskorun við tilnefningu frá stjórn félagsins að bjóða sig fram til formennsku á nýju ári, en þá mun Bruno segja formennsku sinni lausri.

Svíar báru sig frekar illa og sagði Lars að það sem Danir gerðu á þrem mánuðum tæki þá vanaleg þrjú ár.  Þá gaf hann okkur góða mynd af því hvers vegna ekki væri meira um að félög sameinuðust, en það er af stjórnsýslulegum ástæðum.  Félag þarf að vera starfrækt í tvö ár áður en það fær styrki frá ríki og við sameiningu teljist sameinuð félög nýtt félag og verður því án styrkja í tvö ár.  Annars hefði ekki verið neitt sérstakt gert fyrir utan árlegra viðburða þar sem vakin er athygli á slagi og málstoli.


Tom sagði okkur frá svaðilförum finnska hjólakappans knáa og hundinum hans en saman lögðu þeir í för, hann á hjól, og hundurinn í eftirvagni í 5000 km leiðangur frá Finnlandi til Svíþjóðar, þaðan til Noregs og norður upp noregs strönd og þaðan til finnlands aftur.  Ekki náðist að hjóla alla þessa vegalengd, en gekk þó þokkalega framan af.  En þegar þeir félagar nálguðust Tromsö var inflúensa farin að hrjá hjólakappann og til að halda tímaplan fengu þeir bílfar einhverja ca 500 km.  Þá var hjólað áfram þegar þeir voru farnir að braggast og þar sem þeir voru farnir að síga aftur til suðurs á móts við heimalandið var farið að kólna nokkuð í veðri og undir það síðasta var ferðalaginu slúttað þegar hundurinn var kominn með kvef. Engu að síður afrek sem tekið var eftir.

Við kynntum heilaappið og vakti það verðskuldaða athygli og umræður.  Þar voru kostir metnir á móti göllum og höfðu sumir áhyggjur af því hvort maður sem væri var einkenna gerði sér grein fyrir því hvað væri í gangi. Bruno var fljótur að svara því til að hefði sá aðili yfirleitt hlaðið appið niður þá væri sá klárlega með á nótunum.  Það tók fundarfélaga okkar ekki langan tíma að sannfærast um hve öflugt öryggistæki appið væri og gáfu okkur lof fyrir.

Þá gaf Axel Jespersen stutta skýrslu af fundi HEILAHEILLA með talmeinafræðingum og bjartsýni með væntingum eftir þann fund. 

Norðmenn eru líka að hrókera stólum og víkur nú Ellen fyrir Hogne Jensen sem kemur frá norðurlandinu og er hann talmeinafræðingur.  Þetta er ungur maður sem hefur mikla reynslu af málaflokkinum og voru þau greinilega spennt fyrir að fá ný sjónarmið, og ekki fannst þeim verra að hafa karlmann, en þetta er mjög mikið kvennasvið. Lisbet Eide sem hefur verið með okkur undanfarið er farin á eftirlaun.  

Norðmenn eru einnig að hressa upp á öryggispakkann hjá sér og skildist mér að um átak væri að ræða til að koma heilaskanna í alla sjúkrabíla og töldu þau að því væri landað.
Þeir voru einnig að innlima samtök Parkersonsjúklinga í félag Det Norke Afsiforbundet.

Farið var yfir fjárhaginn og lokaskýrslu til fjármögnunaraðila þar sem svíar taka nú við keflinu og munu næstu fundir verða á þeirra forræði.
Að lokum vorum við beðin um kveðjur til okkar fólks á íslandi.

Kærar kveðjur frá Axel Jespersen og Bryndísi Bragadóttur

 

 

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur