LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM!

Ingólfur Margeirsson félagi okkar er kominn að utan og sagði heimasíðunni svo frá:  “Ég er nýkominn úr tveggja vikna för til New York þar sem við hjónin gerðumokkur ýmislegt til skemmtunar, eins og að hlýða á óperur á Metropolitan,detta inn á blúsklúbba, klífa skýjakljúfa að innan með lyftum og horfa yfir stórborgina, skoða auða svæðið þar sem tvíburaturnarnir stóðu, snæða alamerískan mat, hlusta á messu þeldökkra í Harlem  (og syngja með), rölta um í Central Park, skoða heimsfræg söfn og rölta upp og niður Broadway. Mér var oftar en einu sinni hugsað til einkunnarorða Heilaheilla: Lífið heldur áfram1 Þegar ég fékk heilablóðfall fyrir 5 árum, hélt ég oft, sérstaklega á fyrstu vikum og mánuðum að lífið héldi ekki áfram. Nú væri búið að setja punkt bak við skemmtilegan tíma. En ég ákvað samt að berjast. Með aðstoð frábærs hjúkrunarfólks, vina og fjölskyldu komst ég aftur upp á hnén og þaðan á lappir. Lífið hélt áfram. Þessar skoðunar voru einnig vinir mínir í Heilaheill: Lífið heldur áfram1 Og það er nauðsynlegt að láta fleiri en sjálfan sig vita að því. Sem sagt: Fyrir nokkrum dögum horfði ég á og hlustaði á helstu stjörnur óperuheimsins á Metropolitan, söng hlið við hlið þeldökkra í Harlem og stappaði í takt við blúsara á BB King Club á Manhattan. Lífið heldur áfram og verður bara skemmtilegra því nú vitum við hve mikils það er virði og hve gaman er að lifa því. Gleymum því aldrei: Lífið heldur áfram – uns því lýkur – eins og lífi allra. En njótum þess þangað til, á hverjum degi.” Ingólfur Margeirsson

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur