
Formanni Heilaheilla, Þóri Steingrímssyni, var boðið til fundar undirbúningsnefndar “Hollvinafélags Grensásdeildar” er haldin var í Reykjavík laugardaginn 18. mars. Þetta var merkur fundur sagði Þórir, en hann sátu auk hans frumkvöðull þessa starfs Gunnar Finnsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkæmdastjóri hjá alþjóðaflugmálastofnuninni, en þeir hafa báðir dvalist á Grensásdeild, svo og þeir Ásgeir Ellertsson læknir og Sveinn Jónsson endurkoðandi. Ákveðið var að boða til stofnfundar félagsins í safnaðarheimili Grensáskirkju 5. apríl n.k. og voru drög af honum lögð til samþykktar.