HOLLVINIR GRENSÁSDEILDAR

Gunnar Finnsson er frumkvöðull að stofnun Hollvinafélags Grensásdeildar. Gunnar er rekstrarhagfræðingur og hefur starfað að flugmálum allt sitt líf og var aðstoðarframkvæmdastjóri við Alþjóðaflugmálastofnunina, sem staðsett er í Kanada.  Hann  hefur góðan samanburð við sjúkrahús- og endurhæfingarþjónustu vestanhafs og telur þjónustuna hér mjög góða, en aðbúnað að mörgu leyti ábótavant.  Gunnar hefur nú hætt störfum og er fluttur heim til Íslands og sinnir þó enn störfum að flugmálum gegnum nefndarstörf.  Þeir sem hafa tekið þátt í undirbúningnum með honum, eru þeir Þórir Steinrímsson, Sigmar Þór Óttarsson, Sveinn Jónsson og Ásgeir B. Ellertsson.  Hann lítur svo á að starfsemi af þessu tagi sé mjög arðbær og þjóðhagslega hagkvæm og því sé fjármunum vel varið í styrkingu starfseminnar.  Gunnar vill leggja sittaf mörkum til að styðja við starfsemina og hefur á undanförnum mánuðum lagt drög að stofnun Hollvinasamtakanna. Eftirfarandi fréttatilkynningu sendir þessi undirbúningshópurinn frá sér undir yfirskriftinni:

HOLLVINIR GRENSÁSDEILDAR
FRÉTTATILKYNNING
Miðvikudaginn 5. apríl n.k. halda samtökin Hollvinir Grensásdeildar stofnfund sinn í safnaðarheimili Grensáskirkju klukkan 20:00.  Að samtökunum standa núverandi og fyrrverandi sjúklingar deildarinnar,  aðstandendur og vinir þeirra og starfsfólk tengt deildinni fyrr og nú.

Tilgangur samtakanna er að styðja við, efla og styrkja endurhæfingastarfsemi þá,   sem fram fer á Grensásdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss.   Margir þarfnast endurhæfingar eftir að hafa lent í sjúkdómum eða slysum.   Þar hefur Grenásdeild verið í fararbroddi frá því deildin tók til stafa 1973.   Fjárskortur hefur þó löngum hamlað starfseminni og legurúmum hefur ekki fjölgað í áranna rás þó að íbúum landsins hafi fjölgað um  40% og  meðalaldur hækkað,   sem allt hefur leitt til enn meiri hlutfallslegar þarfar fyrir endurhæfingu.  Að því slepptu að sundlaug var bætt við á níunda áratug, hefur önnur sjúkra- og iðjuþjálfunaraðstaða ekki verið aukin.  Fara því saman mikil  og vaxandi þrengsli og erfið aðstaða bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk.

Sárast er þó að fjöldi fólks verður að bíða mánuðum saman oft við miklar kvalir og skerðingu líkamlegrar getu vegna þess að það kemst ekki í endurhæfingu en geta í bæklunarskurðaðgerðum,  þar með talin liðaskipti,  Landspítala Háskólasjúkrahúss,  sem einnig þarf að auka, er nú meiri en afkastagetu Grensásdeildar nemur.  Þeim einstaka árangri, sem engu síður hefur náðst á deildinni við þær erfiðu aðstæður,  sem hún býr,  má þakka frábæru hámenntuðu, velþjálfuðu og samhentu liði lækna,  hjúkrunarfólks,  sjúkra- og iðjuþjálfa og aðstoðarfólks. 

Samtökin vilja sérstaklega benda á að starfsemi Grensásdeildar hefur reynst þjóðfélaginu mjög arðbær.  Árið 2004 voru samkvæmt Hagstofu Íslands og Ríkisskattstjóra  meðalatvinnutekjur á hvern starfandi einstakling á landinu 2,716 m.kr., og tekjutengdir skattar og útsvör um 660 þús. kr..   Það árið var kostnaður við rekstur Grensásdeildar 542 m.kr..  Legu og dagdeildasjúklingar voru 589 og komur á göngudeild 3.269.  Þótt eingöngu sé miðað við fyrri töluna og að aðeins 20% , þ.e. 118, gætu horfið til starfa á ný mundu árlegar atvinnutekjur þeirra nema 320 m.kr. og skattatekjur ríkisins af þeim um 78 m.kr..  Innan tveggja ára mundu því atvinnutekjur þeirra nema hærri upphæð en kostnaðinum við Grensásdeild árið sem þeir dvöldu þar, og skattatekjur ríkisins af þeim mundu greiða upp þann kostnað á tæpum sjö árum.  

Hvað þau snertir,  sem ekki komast á vinnumarkaðinn aftur en geta bjargað nauðþurftum sínum sjálf verður seint metið til fjár þau auknu lífsgæði,  sem endurhæfingin á Grensásdeild hefur fært þeim.  Þá sparast ríkinu stórfé þegar þessir einstaklingar geta farið að búa heima hjá sér í stað þess að þurfa að dveljast á opinberum stofnunum.

Með stofnun Hollvina Grensásdeildar erverið að benda á nauðsyn þess að efla það merka starf, sem þar er unnið,  og að það snertir okkur öll beint eða óbeint á einhvern hátt.  Það er því óskandi að þeir eða þær, sem notið hafa deildarinnar og/ eða vilja styðja við og efla starfssemi hennar komi á stofnfund Hollvina Grenásdeildar miðvikudaginn 5. apríl n.k. kl. 20:00 í safnaðarheimili Grensáskirkju.

Að undirbúningi stofnfundarins hafa starfað  Ásgeir Ellertsson, læknir,  Gunnar Finnsson, rekstrarhagfr.,  Sigmar Þór Óttarsson, kennari, Sveinn Jónsson , endurskoðandi og Þórir Steingrímsson, rannsóknarlögreglumaður.

Smellið hér til að sjá myndir af fundarmönnum

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur